Heilög ritning

Punktar

Langur vegur er frá barnatrú yfir í skipulögð trúarbrögð með heilagri ritningu, kirkjufeðrum og ajatollum. Enn í dag standa klerkar, rabbínar og múllar í stól og þylja vers úr heilagri ritningu. Túlka þau síðan út og suður. Predikurum sértrúar er hrósað fyrir að vera „biblíufróðir“. Margt í textanum er ógeðfellt, til dæmis í kóran og biblíu. Verst er íslam, sem tengir trú, menningu og pólitík í rembihnút. Með hverri kynslóð verður ýmis sértrú í íslam ómstríðari og herskárri. Líka sumt, sem áður taldist húsum hæft, svo sem Bræðralag múslima. Í vestrænni veraldarhyggju er lítið svigrúm fyrir heilagar möntrur salafista og wahabíta.