Heilög pólitísk ritning

Punktar

Frjálshyggja er heilög ritning eins og sósíalismi. Sumir segja hana vera eina setningu í grunnstefnu Pírata. Aðrir nefna ritningu frá Hayek, Friedman, jafnvel Bertrand Russell. Eða útópíu um borgaralaun. Aðrir segja, að hún sé ekki Bandaríkin og Ayn Rand, ekki Sjálfstæðis og Hannes Hólmsteinn. Spurt er, hvort hún þjóni hinum voldugu eða valdalausu. Við, sem lifum í veruleikanum, ættum að forðast draumsýnir. Virka eins og klerkur, rabbí eða múlla að þylja vers úr heilagri ritningu. Tölum heldur um það, sem var til, er til og verður til. Tölum um norræna, þýzka, svissneska, bandaríska eða nýsjálenzka fordæmið.