Heiðnaberg

Reykjanes, Þjóðleiðir

Frá Krísuvík hringleið um Heiðnaberg og Krísuvíkurberg til Krísuvíkur.

Krísuvíkuberg er langstærsta fuglabjarg á Reykjanesskaga. Talið er, að þar verpi 57 þúsund sjófuglapör. Bergið er um 7 km langt og mesta hæð um 70 metrar Á miðju berginu er Krýsuvíkurbergsviti. Eldstöð er í berginu vestanverðu. Þar nærri er Heiðnaberg. Og þar er Ræningjastígur, þar sem Tyrkir eru sagðir hafa gengið á land og drepið matselju í seli við Selöldu. Eltu þeir smalann heim að Krýsuvík. Það var sunnudagur og séra Eiríkur í Vogsósum hinn göldrótti var að messa. Mælti hann svo fyrir, að sjóræningjarnir skyldu vega hver annan í kirkjutúninu.

Byrjum við þjóðveg 427 í Krísuvík sunnan Bæjarfells. Förum jeppaslóð suðvestur heiðina og síðan suðaustur hana að Heiðnabergi. Þaðan austur með Krísuvíkurbergi og Strandarbergi og þaðan beint norður af berginu á þjóðveg 427 suðvestan við Litlu-Eldborg undir Geitahlíð.

12,6 km
Reykjavík-Reykjanes

Jeppafært

Nálægir ferlar: Vigdísarvellir.

Skrásetjari: Kortavefur LH
Heimild: Kortavefur LH