Heiðarmýrar

Eyjafjörður, Þjóðleiðir

Frá Dalvík um Reykjaheiði að eyðibýlinu Bakka í Ólafsfirði.

Leiðin er vel vörðuð.

Oftast er heiðin kölluð Reykjaheiði eins og ýmsar fleiri heiðar. Hér er hún kölluð Heiðarmýrar til aðgreiningar frá öðrum Reykjaheiðum. Áður fyrr var þetta mest farna leiðin milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar.

Förum frá Dalvík beint vestur í mynni Böggvisstaðadals. Sveigjum þar til vestsuðvesturs inn megindalinn sunnan við hnjúkinn. Innst í dalnum heita Heiðarmýrar. Innst í þeim eru sneiðingar til norðvesturs á Reykjaheiði í 880 metra hæð sunnan Einstakafjalls. Bratt er efst í skarðið, en þó fært hestum. Leiðin liggur síðan um sneiðinga niður í Heiðardal og meðfram Lambá að Reykjarétt í Ólafsfirði við þjóðveg 82.

13,8 km
Eyjafjörður

Nálægar leiðir: Grímubrekkur, Drangar, Ólafsfjarðarskarð, Húngilsdalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort