Þegar saumað er að Jóni ráðherra, skipar hann nefnd í málið. Þannig ýtir hann loforðum á undan sér. Eða þá að hann segir, að málið hafi ekki náð fram að ganga í ráðuneytinu eða hjá ríkisstjórninni. Honum finnst nóg að hafa sjálfur reynt og vísar á ráðuneyti sitt, fjármálaráðuneyti eða ríkisstjórn. Ef honum tekst að efna hluta loforðsins, til dæmis eftir tilskilinn tíma, finnst honum sinn hlutur vera góður. Hann hafi reynt og náð árangri að hluta. Hann vísar því á bug að vera sakaður um að hafa svikið umrætt loforð. Þannig tekst Jóni að lifa frá degi til dags með svikin á báða bóga.
