Hefnd að ári

Punktar

Hömlulaus hagvaxtarstefna ríkisstjórnarinnar hefur hefnt sín með hruni krónunnar, sem hefur rýrnað um tæpan þriðjung frá áramótum. Ríkisstjórnin hefur misst þau litlu tök, sem hún hafði á þjóðarhag. Fleiri aðilar hafa komið að fylleríinu, sem nú er liðið. Fólkið sjálft hefur spilað með stjórninni og steypt sér í skuldir, sem það getur ekki endurgreitt. Á næstu mánuðum fer verðbólgan upp í tíu prósent eða hærra og kippir fótunum undan þjóðarsáttinni um endalausan hagvöxt. Þegar hann bregzt, hefnir timbruð þjóðin sín og fellir stjórnina í kosningum að ári.