Héðinsskarð

Frá Hólum í Hjaltadal að Melum í Hörgárdal.

Einn af allra hæstu fjallvegum landsins, hrikalegur og ætíð fáfarinn. Héðinsskarð og Hólamannaskarð eru samhliða, Héðinsskarð á Barkárjökli og Hólamannaskarð á Tunguhryggsjökli. Leið þessi er tæpast fær hestum. Sprunginn jökull liggur að skarðinu beggja vegna og hamrar eru beggja vegna. Ingimar Sigurðsson varð úti í skarðinu árið 1908.

Förum frá Hólum suður Hjaltadal og beygjum hjá Hlíð og Hofi austur í Héðinsdal milli Hagafjalls að norðan og Fúinhyrnu að sunnan. Förum upp með Héðinsá og síðan með nyrðri kvísl hennar, Ytri-Skarðsá, upp að Barkárjökli. Þar er skarð í jökulinn með klettum beggja vegna og sköflum árið um kring í 1210 metra hæð. Síðan förum við niður í Barkárdal og austur hann um Baugasel og Féeggsstaði til Hörgárdals, fram að Melum við þjóðveg 815 í Hörgárdal.

36,7 km
Skagafjörður, Eyjafjörður

Ekki fyrir hesta
Mjög bratt

Skálar:
Baugasel: N65 39.370 W18 36.640.

Nálægar leiðir: Þverárjökull, Hólamannavegur, Hjaltadalsheiði, Tungnahryggur, Heiðinnamannadalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins