Hávær grafarþögn

Punktar

Nokkur hundruð milljónir króna, sennilega 700 milljónir, hafa horfið í Panama á vegum deCode Genetics, bandaríska fyrirtækisins, sem á og rekur Íslenzka erfðagreiningu og hefur fengið heimild alþingis Íslendinga til að veðsetja börn okkar og barnabörn fyrir stjarnfræðilegum fjárhæðum. … Algengt er, að fjölþjóðafyrirtæki sendi peninga út og suður til að komast hjá skyldum við þjóðfélagið eða til að hygla forstjórum eða til að liðka fyrir sérstökum fyrirgreiðslum á borð við þá, er alþingi Íslendinga vildi láta veðsetja börn okkar og barnabörn fyrir stjarnfræðilegum fjárhæðum. …