Hátíð ofneyzlunnar

Megrun

Jólin eru erfiðasti tími sumra, hátíð ofneyzlunnar. Matarveizlur keppa við tertuveizlur. Þá er hætt við ofáti í matar- og kaffitímum. Freistingarnar bylja á fólki daginn út og daginn inn. Það vildi helzt kveðja jólin og halda á jólalausan stað, svo sem til Istanbul. Margur hefur bjargað sér á flótta, þegar öll sund virðast lokuð. Sumir taka því með æðruleysi að bæta á sig tveimur kílóum yfir jól, en reikna með að ná þeim til baka í janúar. Flestir matarfíklar þjást þó í þögulu vonleysi, taka hverju jólaboðinu á fætur öðru eins og hverju öðru hundsbiti. Jól eru sannkölluð ögrun hverjum matarfíkli.