Hátæknispítalinn

Punktar

Gaman er að sjá hvern lækninn á fætur öðrum skrifa grein um, að forgangsverkefni heilbrigðisgeirans eigi að vera önnur en að verja milljörðum í hátæknispítala. Svo vel vill til, að við eigum slíkan spítala, sem montar sig af, að ekki séu biðlistar nema á tveimur sviðum. Nú hefur innanhússmaður, Guðjón Baldursson, læknir á bráðavaktinni í Fossvogi, kvatt sér hljóðs. Hann vill fremur þjónustu við aldraða og langveika, lágtækni í heilsuþjónustu, en ekki hátækni á spítala. Í grein sinni rekur hann ýmis verkefni, sem eru brýnni og betri en milljarðahús að hætti Davíðs Oddssonar.