Ofan á aðrar hremmingar í eyðslu, taprekstri, viðskiptahalla og skuldasöfnun hefur nú komið í ljós, að Bandaríkin eru komin með viðskiptahalla í hátækni. Síðustu tólf mánuði hefur hann numið 37 milljörðum dollara. Eina sviðið með útflutningsaukningu er útflutningur á sorpi. Útflutningur á hátækni hefur minnkað um 21% á nokkrum árum. Þessi dæmi um minnkandi tök Bandaríkjanna á hátæknimarkaði kemur fram í grein eftir Floyd Norris í International Herald Tribune, sem telur skuldasöfnun Bandaríkjanna ekki vera sjálfbæra.