Hata friðargæzluna

Punktar

Tveir af hverjum þremur Þjóðverjum hafna þáttöku ríkisins í friðargæzlu í Afganistan. Brezkur yfirmaður í hernámsliðinu hefur beðið bandarískar sérsveitir um að hætta aðild að aðgerðum á hans svæði. Sérsveitirnar hafa valdið miklu manntjóni óbreyttra borgara. Hann telur þær hindra Breta í að afla fylgis íbúanna við hernámsliðið. Fyrir löngu hefur framleiðsla eiturlyfja í landinu náð heimsmeti. Nánast allir Afganar hata hernámið og friðargæzluna, sem því fylgir, þar ná meðal hina íslenzku. Fyrir löngu er kominn tími til að hætta aðild Íslands að þessum stórglæp vesturlanda.