Hástig sjálfhverfunnar

Fjölmiðlun

Michael Palin varð frægur af Monty Python. Varð síðar þekktur af ferðaþáttum á BBC. Ég gerði þau mistök að sjá diskasafn 50 ferðaþátta hans, fjalla nefnilega lítið um fjarlægar slóðir. Þeir fjalla um Palin. Palin missir af skipi, Palin spilar bolta við krakka, Palin skúrar þilfar, Palin óttast terrorista, Palin fer á fyllerí með innfæddum, Palin hristir hausinn yfir vankunnáttu í ensku. Ég hef engan áhuga á þessum Palin. Vil sjá Ægisif, Esfahan, Samburu, Delhi, Luxor, frekar en sjá fáfróðan Palin. Hann er enginn Attenborough, hann er Andri. Síðan stældu aðrir sjálfhverfuna. Leitun er að DVD diskum, sem án fíflaláta lýsa ferðastöðum heims.