Hastarleg brottvísun

Punktar

Fyrir skömmu sögðu fjölmiðlar, að Útlendingastofnun hafi rekið Ruslan Bogaeira úr landi. Hafði hann þá verið hér í hálft þriðja ár, var í vinnu og hafði ekkert gert af sér. Svo mikið lá á, að frúin, Julia Zacharova, fékk ekki að kveðja hann. Hildur Dungal, forstjóri stofnunarinnar, virðist hata útlendinga eins og pestina. Það hefur komið í ljós í fyrri málum. Samt kallar atvinnulífið á þá í örvæntingu. Ekkert hefur heyrst síðan af málinu. Mig fýsir að vita, hvernig tekið var á móti Bogaeira í Moskvu. Fékk Júlía símtalið, sem hún átti von á? Fjölmiðlar hafa brugðist, gleymt framhaldinu.