Haraldur til vandræða

Punktar

Haraldur Johannessen varð ríkislögreglustjóri á vegum Sjálfstæðisflokksins. Hann ber ábyrgð á efnahagsbrotadeild, sem klúðraði frægu fölsunarmáli málverka og hefur nú síðast klúðrað Baugsmálinu. Eftir það var ákveðið að flytja málið úr efnahagsbrotadeildinni til ríkissaksóknara, þar sem það á heima. Eftir stendur trausti rúinn ríkislögreglustjóri, sem meira að segja er orðinn að umræðuefni í tímaritinu Mannlífi vegna ofstopa á skemmtistað. Fullreynt er, að hann stendur ekki undir viðkvæmu embætti, sem hann hefur raunar þanið út yfir allan þjófabálk. Nú á Haraldur að taka pokann sinn.