Hanzkafell

Frá Seyðisárbrú á Kjalvegi um Hanzkafell að fjallaskálanum Áfanga við Blöndulón.

Leiðin liggur samsíða Kjalvegi nokkru vestar, vestan Hanzkafells og Sandkúlufells. Hún er meginleið hestamanna af Kili norður í Húnavatnssýslur. Við brúna á Seyðisá greinist Kjalvegur í tvennt, þessa vestari leið í Húnavatnssýslur og austari leið í Skagafjörð.

Byrjum við þjóðveg 35 á vegamótum Áfangaleiðar og Stífluvegar við norðvesturhorn Blöndulóns. Förum til suðurs vestan við Blöndulón og Áfangafell að skálanum Áfanga sunnan undir fellinu. Síðan áfram til suðurs vestan við þjóðveginn F35 og vestan Sauðafells. Síðan suður að Hanzkafelli og vestan þess suður að vestanverðu Sandkúlufelli. Meðfram því að vestanverðu og síðan suðaustur að þjóðvegi F35 norðan við brúna á Seyðisá. Þar liggur hinn gamli Kjalvegur milli fjallaskálanna á Hveravöllum og við Ströngukvísl.

28,2 km
Húnavatnssýslur

Skálar:
Áfangi: N65 08.951 W19 43.744.

Nálægir ferlar: Sandkúlufell, Guðlaugstungur.
Nálægar leiðir: Skagfirðingavegur, Áfangafell, Blönduvað.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson