Hann faldi skýrsluna

Punktar

Sannað er, að skýrslan um aflandsfélögin barst þáverandi fjármála- og núverandi forsætisráðherra um miðjan september. Hann faldi hana fram yfir kosningar og viðræður um myndun ríkisstjórnar. Í fjóra mánuði. Þetta er meiri háttar svindl, sem varðar afsögn. Nú snýst umræðan um, að dagsetningin hafi eða hafi ekki verið hvíttuð út. Og hvernig hún hafi getað horfið á annan hátt. Píratar kunna vel á forrit og ræða mikið, hvernig of lítið textabox hafi látið dagsetninguna hverfa. Ekki er enn óyggjandi upplýst, hvernig það gerðist. En það breytir engu um, að forsætisráðherra lét þessa skýrslu hverfa fram yfir kosningar og stjórnarmyndun.