Handónýtt eftirlit

Punktar

Aðgengi að góðum og hollum mat er of lítið hér á landi, minna en í nálægum löndum. Þar blómstra útimarkaðir og smásala beint frá bónda. Hér treystir kerfið ekki bændum og leggur sig í líma við að þjónusta verksmiðjuiðnað. Ég treysti engu, sem er í pakkningum. Og trúi varla orði af því, sem stendur í innihaldslýsingum. Enn minni trú hef ég á, að opinberi eftirlitsiðnaðurinn stundi neitt eftirlit að gagni. Og alls enga trú á, að hann segi neytendum frá afbrigðum. Þetta kann að skána, ef við göngum í Evrópusambandið, en ég hef ekki trú á, að af því verði. Þurfum því að vera vel á verði í verzlunum.