Komið hefur í ljós, að Uggi Ævarsson ber ábyrgð á nýsmíðaðri Þorláksbúð í Skálholti. Fornminjavörður Suðurlands gaf út leyfisbréf á grundvelli fyrri “aðdraganda”. Án þess að vita, hver hann var. Uggi taldi, að áður hafi verið gefið leyfi fyrir nýsmíði þessari, en það leyfi fyrirfinnst ekki. Sorglegt er, þegar ungir menn fá ábyrgðarstöður, sem þeir standa ekki undir. Þetta er ekkert Johnsen ævintýri, sem gleymist. Heldur heil nýsmíði, sem lengi verður til umræðu. Svo virðist sem kontóristar á Suðurlandi geti krunkað saman um tilgátuhús ofan á fornminjum. Þótt það stríði gegn lögum um fornleifavernd.