Handarbök í ráðuneytinu

Punktar

Guðmundur Steingrímsson rökstuddi sannfærandi andstöðu sína við breytingar innanríkisráðherra á eigin frumvarpi um barnalög. Réttarbætur laganna áttu að taka gildi um þessi áramót, en ráðherrann vildi allt í einu fresta gildi laganna til 1. júlí á næsta ári. Ófært var að fresta gildistöku réttarbóta barna á þann hátt, þótt gallar séu að öðru leyti á málinu. Sama marki brennt og ýmis önnur mál stjórnarinnar. Illa samið í ráðuneytinu af lagatæknum, sem beita handarbökunum. Ráðuneyti Ögmundar Jónassonar er einna verst í þessu. Kominn tími til, að ráðherrar fari að ganga sómasamlega frá þingmálum sínum.