Hamfarir svínvirka

Punktar

Framsókn fer hamförum í loforðum. Varaformaðurinn segir ákvæði um auðlindir í uppkasti stjórnarskrár vera lið í “að koma á sósíalistísku hagkerfi”. Á sama tíma sendir flokkurinn fólki kosningabækling með loforði um að “tryggja sameign þjóðarinnar á auðlindum”. Þingmenn flokksins berjast af hörku gegn sameign þjóðarinnar á auðlindum. Flokkurinn lofar samt að tryggja sameignina á næsta kjörtímabili. Frægt er, að Framsókn hefur einnig að venju slegið öll met í öðrum loforðum. Lofar, að afskrifa skuldir fólks um 240 milljarða, sem ríkið á hvergi. Þetta svínvirkar á fávitana. sem flykkjast til Framsóknar.