Hálslón veldur landauðn

Punktar

Vatnsborð við Hálslón er nú í lægstu stöðu. Þar sést nú þrjátíu kílómetra leirsvæði, þar sem áður var vatn og þar áður gróður. Í þurrkunum verður leirinn eins og hveiti. Hann er farinn að fjúka og mun senn valda mikilli landauðn. Stíflan veldur ekki bara missi fagurra fossa, sem fóru undir vatn. Veldur líka vandræðum á stórum svæðum, ekki bara í nánasta umhverfi lónsins. Þessu spáðu Ómar Ragnarsson og fræðimenn og nú er það komið fram. Mikil er ábyrgð þeirra, sem komu með pólitísku offorsi upp hinni miklu stíflu og miðlunarlóni. Virkjunin við Kárahnjúka er einn mesti glæpur Íslandssögunnar.