Hálsaleið

Frá Lundi í Lundareykjadal til Reykholts í Reykholtsdal.

Mikið farin reiðleið að fornu og nýju. Hún er greiðfær, en ófær jeppum og þess vegna vinsæl hjá hestamönnum. Lundarsneið er hallandi berglag í Lundarhálsi. Gatan yfir Brennistaðaháls er líka kölluð Kirkjugata.

Förum frá Lundi norður Lundarsneiðina frá Lundi upp á Lundarháls í 360 metra hæð. Förum austan undir Sökkuási norðaustur að Hrafnatjörnum vestanverðum og beint norður af hálsinum niður með Vegagili og síðan að Hrísum í Flókadal. Þaðan förum við eftir heimreiðinni út á þjóðveg 515 og eftir honum yfir Flókadalsá að Brennistöðum. Þar förum við um tvö hlið norður á Brennistaðaháls. Hann er gömul kirkjuleið yfir í Reykholt. Liggur í 260 metra hæð. Við förum norðaustur af hálsinum að Kópareykjum í Reykholtsdal. Þaðan er hægt að fara norðaustur um Tíðavað á Reykjadalsá og síðan yfir Tíðamel í Reykholt.

14,6 km
Borgarfjörður-Mýrar

Nálægar leiðir: Reyðarfell, Húsafell, Skáneyjarbunga, Fróðastaðavað, Bugar, Grímsárbugar.

Skrásetjari: Kortavefur LH
Heimild: Kortavefur LH