Hallárdalur

Frá Vindhæli í Húnaþingi um Skaga til Skíðastaða í Skagafirði.

Konrad Maurer reið dalinn frá Skagafirði til Húnaflóa árið 1858. Lýsir myndarlegum býlum í dalnum, sem nú eru öll í eyði, Þverá, Bergsstaðir, Sæunnarstaðir, Vakursstaðir og Bláland. Lýsir votlendi, þegar vestar dregur í dalnum, og forarmýrum: “Eitt sinn sökk Faxi minn upp í kvið og ég varð að snara mér að baki og það var ekki meira en svo, að grassvörðurinn héldi mér. Með hjálp Ólafs tókst að losa klárinn …”.

Förum frá Vindhæli austur Hallárdal. Til austurs sunnan við Bæjarfell, Hrossafell og Réttarfell í 220 metra hæð milli Réttarfells og Sandfells. Frá Sandfelli förum við austur á brún Laxárdals og síðast norðaustur og niður brekkurnar á þjóðveg 745 norðan Skíðastaða.

19,1 km
Húnavatnssýslur, Skagafjörður

Nálægar leiðir: Bjarnarfell, Vatnaöxl.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort