Hallærisleg ríkisstjórn

Punktar

Forustumenn ríkisstjórnarinnar tala í kross og bera sjaldnast saman bækurnar. Ágreiningur eða söltun ríkir frá samskiptum við kröfuhafa yfir í afnám hafta, frá náttúrupassa yfir í Helguvík, frá lekamáli yfir í Evrópupatt, frá lækkun skatta yfir í Fiskistofuflutning. Verkstjórn engin af hálfu forsætisráðherra, sem liggur langtímum saman undir sæng. Stundum rís hann upp og kveikir ófrið með dularfullum yfirlýsingum. Ríkisstjórnin byrjaði fyrir rúmu ári með lækkun skatta auðjöfra og niðurskurði velferðar. Síðan datt botninn úr tunnunni. Nú er helzt hugsað um að misnota aðstöðuna með embættisveitingum til gæludýra.