Hálfvika hálfvitanna

Punktar

Fyrstu umræðu Alþingis um stjórnarskrána lauk á þremur dögum. Andstaðan við uppkast stjórnlagaráðs og nefndar lögmanna Alþingis var dæmigerð fyrir aðrar deilur á þingi. Minnti á hálftíma hálfvitanna. Snerist um afmarkaðar Grýlur á borð við, að uppkastið sé flutt af Evrópusinnum. Bezt tókst Árna Johnsen upp. Sagði plaggið upprunnið í búsáhaldabyltingunni. Hún “var hundrað manna hópur sem átti sér aðsetur í verbúð Vinstri grænna og var stjórnað af skæruliðaforingjum úr Alþingi”. Skráin væri “skrípaleikur, fals og hreinar lygar” “smjaðrara fyrir erlendri forsjá” og “sansaveikrar” ríkisstjórnar.