Hagspeki loddarans

Punktar

„Án íslensku krónunnar hefði ekki verið hægt að afnema gjaldeyrishöft með þeim hætti sem gert var.“ „Þó að hún hafi verið rót vandans, þá er hún líka stór hluti af lausninni.“ Spekin er höfð eftir hagfræðingum Sigmundar Davíðs, þeim Benedikt Gíslasyni og Sigurði Hannessyni. Krónan er semsagt frábær, því að hún leysti vandann, sem hún skóp! Slík rökfræði þekkist aðeins í Framsókn. Að auki er tvennt athugavert. „Lausnin“ fólst í, að allri súpunni var slengt á herðar almennings með gengislækkun upp á 30% kjararýrnun. Semsagt ekki lausn fyrir almenning. Í öðru lagi hafa höftin ekki enn verið afnumin, þau voru hert núna á flotta fundinum í Hörpu.