Hagsmunir kjósa líka

Punktar

Margir aðilar, fyrirtæki, samsteypur og erlend ríki hafa hagsmuni af úrslitum kosninganna. Dýrasti vinur Davíðs er deCode, sem vill fá 20.000.000.000 króna ríkisábyrgð eftir kosningar. Útgerðaraðallinn vill verja forréttindi sín gegn fyrningu kvótans. Landsvirkjun vill virkja meira í víðernum hálendisins. Bandaríkin vilja geta vitnað í tiltekinn fjölda ríkja, sem styðji heimsyfirráð þeirra. Á sama tíma hafa sumir stjórnmálaflokkar tvöfalt eða þrefalt meira fé milli handanna í kosningabaráttuni en þeir geta aflað með hefðbundnum leiðum.