Hagsmunir í fjölmiðlum

Punktar

Blaðamenn eru ekki verri nú en þeir voru áður, en margir hafa minni reynslu. Stafar meðal annars af harðari kaupsýslu fjölmiðla, sem hafa losað sig við reynda og dýra blaðamenn. Ráðið óreyndari og ódýrari í staðinn. Verra er, að afkastakröfur eru orðnar þvílíkar, að ekki er rúm til að leita staðfestinga. Þær eru þó kjarni blaðamennsku. Því flæða fréttatilkynningar inn í fréttir, kannski með nýjum haus og breyttri textaröð. Hráefnið semja almannatenglar stjórnmála, stofnana, félaga og einkum þó fyrirtækja. Afleiðingin er, að fjölmiðlar endurspegla einkum hagsmuni. Þetta er kaupsýsluvæðing fjölmiðla.