Ný fjárlög ríkisins gera áfram ráð fyrir skattamun tekna. Annars vegar þurfa auðmenn bara að borga 10% af sínum fjármagnstekjum, en hins vegar þurfa gamlingjar að borga 38% af sínum fjármagnstekjum og auðvitað allur almenningur 38% af sínum launatekjum. Í gamla daga var deilt um, hversu mikið mætti nota ríkisvaldið til að jafna kjör fólks. Nú er lítið deilt um slíkt, enda er sterkur meirihluti í pólitík fyrir því, að mikilvægast af öllu sé að bæta kjör auðmanna á kostnað almennings. Ekkert vestrænt ríki hefur náð eins langt í slíkri hagsmunagæzlu.
