Hagavík

Frá veginum “Milli hrauns og hlíða” til Hagavikur við Þingvallavatn.

Tilbrigði við Ölfusvatnsárleið.

Byrjum við mynni Hengladala í Fremstadal við Hengladalsá norðaustan Litla-Skarðsmýrarfjalls. Þangað liggur “vegur milli hrauns og hlíða” yfir Hellisheiði. Við förum norðaustur í Þverárdal. Þar beygjum við til norðnorðausturs úr dalnum um skarð vestan við Krossfjöll og síðan niður hálsana vestan við Mælifell og Sandfell. Síðan förum við austur yfir Lómatjarnarháls norðan við Lómatjörn og síðan niður með Bæjarfjalli að vestanverðu. Komum á Grafningsveg 360 rétt norðvestan eyðibýlisins Hagavíkur.

11,8 km
Reykjavík-Reykjanes, Árnessýsla

Nálægir ferlar: Jórukleif.
Nálægar leiðir: Dyravegur, Dráttarhlíð, Ölfusvatnsá, Ölkelduháls, Hengladalaá.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort