Hagavað

Frá Fossnesi eða Haga í Gnúpverjahreppi um Hagavað að Skarðsfjalli í Landsveit og Nautavaði.

Hestamenn fara frekar Nautavað undir öruggri leiðsögn Árna Ísleifssonar í Þjórsárholti. Eingöngu má fara Hagavað undir leiðsögn staðkunnugra manna og á traustum vatnahestum. Hafa þarf samband við Búrfellsvirkjun um vatnsmagn í Þjórsá.

Hagavað er miðvaðið á þessum slóðum, mjög breitt, en sjaldan farið, enda oft ófært. Sé það fært, er botninn hins vegar bæði sléttur og traustur. Förum frá Fossnesi niður á þjóðveg 32 og beygjum með honum austur að Haga. Rétt áður en við komum að bænum er slóð af veginum niður á eyrar Þjórsár. Þar förum við í sveig, fyrst suður og síðan suðvestur yfir Hagavað á Þjórsá. Síðan höldum við áfram eftir slóð sunnan árinnar, norður fyrir Skarðsfjall og áfram suður að Vaðvelli við Nautavað, sunnan Þjórsár.

13,1 km
Árnessýsla, Rangárvallasýsla

Ekki fyrir göngufólk

Nálægar leiðir: Þjófagil, Ásólfsstaðir, Fossnes, Gaukshöfðavað, Skarðsfjall, Nautavað.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson