Hafnarskógur

Frá Súlunesi í Melasveit að Selseyri við Borgarfjarðarbrú.

Gæta þarf flóðs og fjöru í Narfastaðaósi.

Leið lá fyrrum frá Akranesi yfir Leirárvog á fjöru. Vel byggð brú úr grjóti og mold var á þessari leið úr Vogum á Akranesi og út á fjörur Grunnafjarðar. Var þá komið í land í Súlunesi og farnar norður fjörur til Hafnar eða farið upp með Leirá og yfir Skarðsheiði. Einnig var leið um Fiskilækjarmela til Hafnar. Hjá Fiskilæk var vönduð brú. Sjófang sóttu menn landveg út á Akranes ekki síður en út undir Jökul. Var þá ýmist farinn Skarðsheiðarvegur eða með Hafnarfjalli í gegnum Hafnarskóg, sem hér er lýst. Hún ekki farin með bílvegi.

Förum frá Eystra-Súlunesi suðvestur að Súlueyri og beygjum þar til norðvesturs í fjörunni. Förum þar neðan við sjávarhamra á fjöru og síðan um Belgsholtsnes og beint norður yfir Narfastaðaós að Höfn í Melasveit. Frá Höfn norðnorðaustur um Hafnarskóg og síðan austnorðaustur hjá hótel Venusi við Borgarfjarðarbrú. Þaðan liggur leið austur með gamla þjóðveginum inn í Andakíl.

20,4 km
Borgarfjörður-Mýrar

Nálægar leiðir: Katlavegur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson