Hafnarfjall

Frá Breiðuvík um Hafnarfjall til Örlygshafnar í Patreksfirði.

Breiðavík er þekktust fyrir misheppnað uppeldisheimili drengja, sem þar var. Á Hnjóti í Örlygshöfn er minjasafn Egils Ólafssonar um búskap og sjósókn fyrri alda, einnig gamlir bátar og flugminjar. Þar er minnisvarði um þá, sem hafa farizt við Látrabjarg.

Förum frá Breiðuvík norðaustur að fjallinu Breið og upp það til norðurs. Þaðan þvert austur um Hafnarfjall í 320 metra hæð. Um sneiðinga vestur af fjallinu sunnan Geitagils í Örlygshöfn að mótum þjóðvega 615 og 612 í Örlygshöfn.

8,7 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Stæðavegur, Brúðgumaskarð, Breiðavíkurháls, Kóngshæð, Tunguheiði, Látraháls, Miklidalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort