Sendiherra Bandaríkjanna í Írak hefur flutt stærsta flokki sjíta þau skilaboð frá Bandaríkjaforseta, að hann vilji ekki, styðji ekki og samþykki ekki, að al-Jafaari verði áfram forsætisráðherra, þótt hann njóti fylgis sjíta til þess. Þetta er sama sagan og í Palestínu, það er í lagi að halda vestrænar kosningar í miðausturlöndum, en George W. Bush ákveður, hvort kjósendur hafi greitt atkvæði rétt og áskilur sér rétt til að hafna þeim, ef það hentar honum. Þetta er annað andlit Bandaríkjanna, sem þykist með hinu andlitinu vera vestrænt ríki.
