Hafna lækkun skatta

Punktar

Samkvæmt rannsókn á vegum Huldu Þórisdóttur, dósents við Háskólann, vilja mjög fáir Íslendingar lækka skatta á kostnað almannaþjónustu. Íslendingar eru þannig mjög velferðarsinnaðir. Andvígir boðorði nýfrjálshyggjunnar: Græðgi er góð. Þá sýnir rannsóknin, að flestir skilgreina sig pólitískt á miðju frekar en hægri eða vinstri. Fjarlægð milli pólitískra skoðana fólks er minni hér á landi en á öðrum Norðurlöndum. Fólk ber traust til annars fólks, þótt það vantreysti stofnunum. Til dæmis er fólk hér með svipaðar, rólegar skoðanir á innflytjendum. Ungt fólk hefur áhuga á stjórnmálum, helzt óhefðbundnum og fjölþjóðlegum stjórnmálum.