Hafið byrjað að deyja

Punktar

Hópur vísindamanna skrifar grein í fræðiritið BIOGEOSCIENCES um, að hlutar af Atlantshafi séu að deyja. Þar þrífist ekki líf. Fundist hafa 400 misstórir hvirfilstraumar, sá stærsti 150 kílómetrar að þvermáli. Straumarnir framkalla þörungavöxt, sem drepur líf niður á 100 metra dýpi. Fræðimennirnir leiða líkur að þætti loftslagshlýnunar. Smithsonian stofnunin hafði áður gefið út skýrslu um, að 94% dauðu svæðanna séu á stöðum, þar sem hitinn hefur hækkað um tvær gráður á Celcius eða meira. Annars staðar hafa verið leiddar líkur að hnignun Golfstraumsins, sem mundi hafa geigvænlegar afleiðingar við strendur Íslands.