Hættulegur viðskiptamáti

Ferðir

Upplýst er, að ævintýralegt verð á hótelherbergjum á landsbyggðinni stafar af darraðardansi hótelhaldara og bókunarþjónusta. Hótelin skuldbinda sig til að halda þremur herbergjum lausum fyrir bókunarþjónustur. Vilja svo ekki standa við það á háannatíma. Bregða á það ráð að snarhækka verðið á þessum síðustu þremur lausu herbergjum. Þannig getur næturgisting rokið í 135.000 krónur í gömlum vinnuskúrum án baðs og annarra þæginda. Þetta er dæmigert klastur, sem hlýtur að hefna sín, þegar ferðamenn tjá sig á vefnum um okrið á Íslandi. Ég hef ekki tekið eftir, að svona vinnubrögð tíðkist í ferðabransanum í Evrópu.