Hættulegir hristingar

Megrun

Sykur í ávaxtadrykkjum, einkum sonefndum smoothies, leysist hraðar upp í meltingarveginum en sykur í ávöxtum. Veldur þannig meiri sveiflu í blóðsykri og er beinlínis hættulegur. Þú borðar ekki nema tvær appelsínur án þess að verða saddur. En þú getur léttilega drukkið tvo smoothies, sem innihalda sex appelsínur, án þess að finna seddu. Samt komust þessir skæðu drykkir í tízku sem heilsudrykkir fyrir áratug. Einkenndu heilsubari á líkamsræktarstöðvum. Um þessa heilsuspillandi drykki má lesa í Guardian í dag og þar er óspart vitnað í rannsóknir. Vonandi sér maður senn fyrir endann á smoothies-æðinu.