Hættulegir hlutir

Punktar

Í Observer í gær sagði Ruaridh Nicoll frá viðbrögðum sínum við fréttum af grunsamlegum hlutum í vörzlu 11 manna, sem taldir voru undirbúa hryðjuverk. Hann leit í kringum sig og sá þar fullt af grunsamlegum hlutum. Þar var pennahnífur; þrjú kort af Afganistan; handbók um eiturefni; loftbyssa; bók með mynd af manni að henda Mólótoff-kokkteil inn í skriðdreka; Stóra bókin um leynda staði; tölva með Google Earth forritinu; The Times Atlas of the World. Samtals voru þetta fleiri terroristahlutir en hinir ellefu höfðu hjá sér. Nicoll sá fyrir sér sefasjúkar fréttir löggunnar af húsleit hjá sér.