Hættuleg Barcelona

Ferðir

Hafði lengi ímugust á Barcelona eftir að hótel þar reyndi að hafa af mér fé. Tók við fyrirframgreiðslu upp í gistingu og kannaðist svo ekki við neitt, þegar ég veifaði kvittun. Það tók mig ár að slíta endurgreiðslu út úr því. Margir á sömu ráðstefnu urðu fyrir því á ýmsum hótelum. Félagið hefur síðan ekki haldið aðra ráðstefnu þar í borg. Löggan í Barcelona nennir ekki að sinna ræningjum á götum úti. Er líklega á mútum hjá sígaunum. Reynt var árangurslaust að ná af mér tösku á Rambla og ég horfði í tvígang upp á hið sama í sömu götu. Ræningjar starfa fyrir opnum tjöldum í Barcelona og eru mikilvirkir í hótelrekstri þar.