Hættið að styrkja ÍR

Punktar

Mér sýnist, að birkið, sem Íþróttafélag Reykjavíkur sagaði við Breiðholtsbraut, hafi verið utan lóðar félagsins. Jafnvel sé gróðaskilti félagsins einnig utan lóðar félagsins. Vandséð er, að borgin komist hjá að fylgja fast eftir málinu gegn félaginu og ruddastjórn þess. Ólíðandi er, að menn komist upp með ofbeldi af þessu tagi. Birki af gerðinni Emblu lifir ekki sögun. Vegamálastjóri neitar ábyrgð, segist hafa bent á að leita þyrfti leyfis borgaryfirvalda. Í stað þess hagar ÍR sér eins og Árni Johnsen, „égummigfrámértilmín“. Borgin á auðvitað að fella niður styrki til gróðafíkla, sem haga sér svo. ÍR er víti til að varast.