“Látið talíbana í friði”, segir Hamid Karzai, leppstjóri Bandaríkjanna í Afganistan. “Hættið að drepa fólk”, segir hann líka. Þetta hefur allt öfug áhrif, segir hann, grefur undan stjórninni. Kom fram í viðtali New York Times. Forsetakosningar verða næsta ár og Karzai sér fram á fylgishrun. Ástandið hefur versnað í landinu. Hernaður Bandaríkjanna og Nató skaðar almenning. 9.000 óbreyttir borgarar hafa fallið í aðgerðum Vesturveldanna. Þess vegna er risinn ágreiningur milli hernámsliðs og leppstjórnar. Þreytt Evrópuríki vilja kalla her sinn heim, án þess að það verði kallaður flótti.