Hænuvíkurháls

Frá Hænuvík um Hænuvíkurháls til Kollsvíkur.

Í Hænuvík þótti útræði gott á grásleppu. Í Kollsvík var ágætt útræði og voru þar 25 bátar um aldamótin 1900.

Förum frá Hænuvík beint vestur og upp á Hænuvíkurháls í 360 metra hæð sunnan við Aurtjörn og norðan við símamastur. Komum eftir vel hlaðinni slóð um Húsadal vestur í Kollsvík.

5,5 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Kóngshæð, Breiðuvíkurháls, Tunguheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort