Í Guardian segir Neal Lawson, að ríkisstjórn Tony Blair hafi beðið mikinn álitshnekki meðal þeirra, sem harðast veittu henni brautargengi fyrir sjö árum. Hann vísar í könnun, sem hefur leitt í ljós, að þetta fólki sé núna afar reitt, telji Blair vera argasta svikara, hægra megin við Íhaldsflokkinn. Þetta fólk er ekki bara að tala um stríðið gegn Írak, heldur svik við almenning, sem óttast nú daglega um vinnu sína og greiðslur í eftirlaunasjóði. Hann segir, að krataforingjar hafi glatað tilverurétti sínum, þegar þeir séu svo uppteknir af hagvexti og alþjóðavæðingu, að þeir gleymi almenningi.