Hægri jaðarflokkurinn

Punktar

Um alla Evrópu rísa hægri jaðarflokkar. Allir efast þeir um Evrópusambandið, um hælisleitendur og múslima. Margir tefla lýðskrumi í fjármálum og efnahag, flokkar hinna ódýru lausna: Brezki þjóðarflokkurinn, Flokkur sannra Finna, Norska framsókn, Danski þjóðarflokkurinn, Austurríska frelsið, Hollenzka frelsið, Franski þjóðarfronturinn, Ítalska norðurbandalagið, Ný grísk dögun og loks Þýzka valið. Er Sigmundur Davíð tók yfir Framsókn, gerðist hún svona hægri jaðarflokkur. Hafnar Evrópu og hossar Kína, býður ódýra lausn, lofar kjósendum tékka í pósti. Víðast í Evrópu eru slíkir tæpast taldir stjórntækir.