Hæga matreiðslan

Veitingar

“Slow food” er ítölsk matarstefna frá 1986, andsvar við skyndibita. Hafnar færibandi í matvinnslu, sækist eftir staðbundnum hráefnum úr héraði. Raunar er stefnan frönsk og miklu eldri, fékk þar 1973 heitið “cuisine de terroir”, jarðbundin matreiðsla. Var þá þáttur í “cuisine nouvelle”, nýja eldhúsinu. Hér á landi hafa ýmis matarhús fylgt Slow food. Þekktustu dæmin eru Friðrik V við Laugaveg, Vox á Hilton og Dill í Norræna húsinu. Stefnunnar gætir líka að nokkru á Fiskfélaginu, Fiskmarkaðinum og Sjávargrillinu. Erum að venjast við að kunna að meta uppruna hráefnisins og aðferðanna við matreiðslu þess.