Hádegisferðalög höfundar

Punktar

Hef ferð á hringtorginu við suðurenda Fiskislóðar. Þar eru alltaf stæði við Mat og Drykk. Fer austur Mýrargötu og finn kannski stæði 200 metrum frá Kopar. Annars keyri ég til hægri inn Tryggvagötu og finn kannski stæði við Svörtu perluna, 100 metrum frá Fiskfélaginu og Matarkjallaranum. Áður gat ég keyrt götuna áfram austur að Hverfisgötu. Vegna útbelgdra steypukassa í austurþýzkum stíl keyri ég ýmsa króka um Vonarstræti, svo upp Hverfisgötu. Finn kannski stæði við Arnarhól, hjá Essensia. Annars verð ég vegna einstefnu að fara ýmsa króka í Þingholtum til að finna bílastæði við Óðinsgötu, þar sem eru 100 metrar að Sjávargrillinu. Enn er borgin næstum bílfær milli helztu stofnana.