Gylfi og Enron og járnin

Punktar

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra talar mál, sem þjóðin skilur. Hann dregur ekki styttri stráin, heldur líkir stóru bönkunum við Enron. Það fyrirtæki sérhæfði sig í fölsun bókhalds og endurskoðunar, loftbólum í marklausum eignum, svo sem viðskiptavild. Í þetta vantar, að forstjórar Enron og endurskoðandans Anderson voru leiddir í járnum til gæzluvarðhalds. Og síðan dæmdir í langa fangavist. Enginn bankastjóri og enginn endurskoðandi hefur enn verið settur í járn hér á landi. Það stafar af, að rannsóknum stýra vanhæfir nefndaformenn, er líta nánast á milljarða fjárglæfra sem strákapör.