Gylfi lagðist á bakið

Punktar

Kjarasamningar Alþýðusambandsins stöðva ekki aukna stéttaskiptingu, minnka ekki bil ríkra og fátækra. Ríkisstjórnin smurði fegrunarkremi í stórtækar aðgerðir í þágu hinna ríkustu og Gylfi Arnbjörnsson velti sér strax á bakið. Kvótagreifar halda stóra afslættinum af auðlindarentu og auðgreifar losna við auðlegðarskattinn. Fátæklingar fá skiptimynt í staðinn. Á Akranesi segir Vilhjálmur Birgisson, að blóm og kransar séu afbeðnir. Eftir stórkarlalegt fjárlagafrumvarp hefur ríkisstjórnin gefið eftir nokkra millimetra og mátað Alþýðusambandið. Gamla trikkið virkar vel, allur vindur er úr launaþrælunum.